Um mig

IMG_2856Sú sem hér skrifar er Akureyringur og ég bý þar með eiginmanni mínum og hundinum okkar, honum Alex.

Ég er hjúkrunarfræðingur að mennt og starfaði við fagið mitt frá útskrift og þar til í marsmánuði 2016 að ég veiktist af sjúklegri streitu og fór í veikindaleyfi sem stendur enn yfir. Mér finnst gott að skrifa um vangaveltur og pælingar sem í byrjun tengdust heilsufari og hamingju en fjalla núorðið um hvað sem mér dettur í hug þótt auðvitað sé þetta tvennt sem ég nefndi stór hluti af öllum pælingum mínum bæði faglega og persónulega.

Þótt ég hafi ekki  heilsu til að geta stundað hefðbundinn vinnudag á hefðbundnum vinnustað  vil ég iðja og starfa eftir föngum og hef t.d. notað skrifin mín, fyrirlestra og fleira í þeim dúr til að ræða um heilsufar og þá helst streitu og kulnun útfrá minni reynslu og faglegu þekkingu.

Inn á milli set ég svo líklega eitthvað af myndunum mínum en ég er ástríðuljósmyndari og skráset augnablikin á IphoneX.  Ég geng mikið úti með Alex okkar og hef gaman af að reyna að fanga ýmsar hliðar umhverfisins.

Þið eruð velkomin í ferðalagið mitt á leið sem í upphafi var farin til að kynnast sjálfri mér betur, en heldur áfram að vera uppspretta hugmynda og vangavelta um tilveruna.

Ég þakka stuðning og málefnalega gagnrýni en afþakka neikvæðni eða rætni. Ást og friður!