Jólapæling trúleysingjans

0338679D-2885-48DE-AE85-7AE1D77BF905Ég verið utan jólafársins síðustu daga og leyft mér þann munað að velta vöngum. Reyndar hef ég aðallega verið að hugleiða jólin og hvað hátíðin táknar fyrir mig. Ég er ekki sérlega trúuð kona, barnatrúin er mér horfin nema sem fjarlæg minning um eitthvað sem var eins hlýtt og notalegt og teppi. Teppi sem var gott að sveipa um sig og finna til öryggis og vissu um að einhver
þarna uppi leiddi mig í gegnum lífið. Betlehemsstjarnan lýsti upp vetrarmyrkrið og Jesú var góður vinur.
Sagan af fæðingu Jesú er falleg saga en ég held að hún sé saga á sama hátt og hugmyndir um jólasveina, dýr sem tala og hreindýr sem fljúga. Allt er þetta hluti af töfrum jólanna og það eru einmitt töfrarnir sem við upplifum og njótum bæði sem börn og fullorðið fólk á jólum.
Það er reyndar merkilegt hversu margir fræðimenn eyða mikilli orku í að rífa niður jólaguðspjallið með rökhugsunum og jarðbindingu en fáir fetta fingur út í tilvist jólasveinsins. Góð saga á þó aldrei að líða fyrir sannleikann og boðskapurinn um kærleikann er hreinn og tær í báðum tilvikum. Ég vona að sem flest okkar getum varðveitt imyndunaraflið og trúna á töfra, í það minnsta á jólunum.
Fyrir mér er það kjarni þeirra og við getum öll notið jóla á þann hátt og af þeirri trú sem við sjálf kjósum.

Og þrátt fyrir að ég trúi ekki á heilaga þrenningu sem slíka er ég reyndar trúuð. Ég trúi bara öðruvísi. Ég trúi því að kærleikurinn leiði mig í gegnum erfiðar stundir, trúi á  útréttar vinahendur og umhyggja ástvina. Ég trúi á kraftaverkið sem náttúran öll er, þetta fullkomna sköpunarverk sem við erum á góðri leið með að eyðileggja. Ég trúi á töfra jólanna og ég trúi því að samhyggð og kærleikur geti gert kraftaverk. Ég trúi því einlæglega að jólin séu tíminn til þess að opna hugann fyrir kraftaverkum og hver veit nema allar góðu óskirnar rætist.
Megum við öll eiga gleðileg og töfrandi jól!

Eina leiðin til að vera besta útgáfan af sjálfum sér er að gangast við sjálfum sér.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s