Pistlar og pælingar gjörið svo vel!

Ég er kona, hjúkrunarfræðingur á miðjum aldri, sem er ekki í atvinnu um þessar mundir vegna örmögnunar og kvíða. Ég er því í endurhæfingu sem miðar að endurkomu á vinnumarkað og bættri heilsu. Ég lýsi þessu betur í næsta pósti, lítilli grein sem reyndar birtist í kvennablaðinu á dögunum. Verkefnið mitt um þessar mundir er að sinna heill minni og hamingju og ég velti vöngum mikið yfir merkingu þessara orða. Langar að deila einhverju af þeim vangaveltum með ykkur og býð ykkur með í ferðalagið mitt. Þessi fyrsti póstur fer í það að bjóða ykkur að festa sætisólar og taka fullan þátt, ferðalagið er fullkomlega sniðið að löngunum og dyntum fararstjórans en vingjarnlegar athugasemdir eru vel þegnar. Á leiðinni verður hvorki boðið upp á te, kaffi eða vatn en opinn hugur og samkennd eru í boði.

Eina leiðin til að vera besta útgáfan af sjálfum sér er að gangast við sjálfum sér.

 

Leave a comment